Lyfjaofgjöf
Lyfjaofjöf er hugtak notað um það þegar sjúklingur er á of mörgum lyfjum í einu eða ef fleiri lyf eru notuð heldur en þörf er á. Ekki má rugla hugtakinu saman við fjöllyfjameðferð, en undir sumum kringumstæðum eins og í lyfjameðferð við alnæmi þarf að nota fleiri lyf en í hefðbundinni lyfjameðferð. Lyfjaofgjöf veldur hærri kostnaði og sjúklingurinn þarf að glíma við fleiri aukaverkanir heldur en ella. Lyfjaofgjöf er algengust meðal eldri borgara.
Aukaverkanir og víxlverkanir
breytaÖll lyf hafa mögulegar aukaverkanir þannig að með hverju lyfi sem sjúklingur er látinn taka aukalega eykst hættan á aukaverkunum.
Mörg lyf hafa geta einnig haft víxlerkanir þegar þau eru notuð ásamt öðrum lyfjum. Þannig að þegar nýju lyfi er bætt við lyfjakúr þá eykst hættan á víxlverkunum veldisvaxandi. Læknar og lyfjafræðingar reyna að forðast það að skrifa upp á lyf sem hafa víxlverkandi áhrif.