Rauðir úlfar

(Endurbeint frá Lupus)

Rauðir úlfar (eða lúpus; systemic lupus erythematosus) er sjálfsofnæmissjúkdómur. Sjúkdómurinn er óútreiknanlegur en oftast leggst hann á húð, liði, nýru, slímhimnu eða taugakerfi. Sjúkdómurinn veldur stundum útbrotum í andliti. Rauðir úlfar eru tífalt algengari meðal kvenna en karla. Talið er að um 250 Íslendingar séu með rauða úlfa. Orsakir sjúkdómsins eru ekki þekktar.

Kona með dæmigerð útbrot af völdum rauðra úlfa.

Heimild

breyta
  • „Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?“. Vísindavefurinn.
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.