London Stansted-flugvöllur

51°53′06″N 00°14′06″A / 51.88500°N 0.23500°A / 51.88500; 0.23500

Flugstöðvarbygging á flugvellinum

London Stansted-flugvöllur (IATA: STN, ICAO: EGSS) er flugvöllur staðsettur í Stansted Mountfitchet í sýlsunni Essex. Flugvöllurinn liggur 48 km norðaustan við Mið-London. Mörg evrópsk lággjaldaflugfélög eiga höfuðstöðvar á flugvellinum, til dæmis Ryanair, sem flýgur þaðan til 100 áfangastaða.

Árið 2011 var hann fjórði fjölsóttasti flugvöllur á Bretlandi eftir á Heathrow, Gatwick og Manchester. Einkaflugfélög á borð við Harrods Aviation nota flugbrautir flugvallarins og eiga flugstöðvarbyggingar þar. Þessi flugfélög sjá um einkaþotur og stundum opinbera gesti.

Fyrirtækið BAA á flugvöllinn og rekur hann, ásamt fimm öðrum breskum flugvöllum. Fyrirtækið er sjálft í eigu annars fyrirtækis, FGP TopCo Limited, sem er dótturfyrirtæki spænska fyrirtækisins Ferrovial Group, ásamt Caisse de dépôt et placement du Québec og GIC Special Investments. Hins vegar kvað breska ríkisstjórnin upp úrskurð að BAA yrði að selja flugvöllinn innan tveggja ára. Þessi ákvörðun var dregin svo til baka en hefur síðan verið ítrekuð.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.