London Heathrow-flugvöllur

aðal flugvöllur London á Englandi

London Heathrow-flugvöllur eða Heathrow (IATA: LHR, ICAO: EGLL) er flugvöllur í borgarhlutanum Hillingdon og er stærsti og fjölsóttasti flugvöllur Bretlands. Hann er sjöundi fjölsóttasti flugvöllur heims fyrir alþjóðlega umferð. BAA á og stjórnar flugvellinum, og á og stjórnar fimm öðrum flugvöllum á Bretlandi. Heathrow er höfuðstöðvar British Airways, BMI og Virgin Atlantic.

Flugstöðvarbygging 5.

Heathrow er 22 km vestur af miðbæ Lundúna í sögufrægu sýslunni Middlesex og er með tveimur flugbrautum og fimm flugstöðvarbyggingum. Þar eð flugvöllurinn er vestur af Lundúnum verða flugvélar að fljúga yfir borgina til að lenda á honum.


  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.