Heathrow-flugvöllur

(Endurbeint frá London Heathrow-flugvöllur)

London Heathrow-flugvöllur eða einfaldlega Heathrow (IATA: LHR, ICAO: EGLL) er stærsti og fjölsóttasti flugvöllur Bretlands. Hann er staðfesttur í Hillingdon, vesturhluta Lundúna, og er sjöundi fjölsóttasti flugvöllur heims fyrir alþjóðlega umferð. [heimild vantar]

Flugstöðvarbygging 5.

Flugvöllurinn er í eigu og rekstri Heathrow Airport Holdings, sem varð til við einkavæðingu British Airports Authority. Árið 2024 var Heathrow fjölfarnasti flugvöllur Evrópu, fjórði fjölfarnasti flugvöllur heims miðað við farþegafjölda og næstfjölfarnasti flugvöllur heims þegar kemur að alþjóðlegum farþegaflutningum. Heathrow var einnig sá flugvöllur með flestar alþjóðlegar tengingar í heiminum árið 2024.

Heathrow var stofnaður sem lítið flugsvæði árið 1930 en var stækkaður í mun stærri flugvöll eftir seinni heimsstyrjöldina og hóf áætlunarflug árið 1946. Flugvöllurinn er 23 km. vestur af miðbæ Lundúna og hefur tvær austur-vestur flugbrautir ásamt fimm flugstöðvarbyggingum. Heathrow er aðalbækistöðvar flugfélaganna British Airways og Virgin Atlantic.



  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.