Loggortusegl
Loggortusegl er ferhyrnt rásegl þar sem ráin er fest við sigluna nær öðrum enda hennar og hinn endinn hífður upp. Loggortusegl er að sumu leyti eins og ferhyrnd útgáfa af latnesku segli. Þessi seglagerð var algengust í Norður-Frakklandi þar sem hún var notuð á loggortum, ein- eða tvímastra seglskipum sem voru aðallega notuð til fiskveiða. Toppsegl á skonnortum eru líka stundum loggortusegl.