Lívíus Andronicus
(Endurbeint frá Livius Andronicus)
Lucius Livius Andronicus, oftast nefndur Lívíus Andronicus, (284 – 204 f.Kr.) var grísk-rómverskt leikritaskáld og ljóðskáld sem samdi fyrstu rómversku leikritin og þýddi leikrit frá grísku yfir á latínu. Hann er talinn faðir rómverskrar leikritunar og epísks kveðskapar.
Andronicus fæddist sennilega í grísku nýlenduborginni Tarentum á Suður-Ítalíu. Hann var hnepptur í þrældóm og seldur aðalsmanni að nafni Lívíus. Þegar honum hafði verið gefið frelsi tók hann sér nafn fyrrum eiganda síns og tók að sér að kenna Rómverjun leikritun. Hann þýddi grískt leikrit árið 240 f.Kr. og var það fyrsta rómverska leikritið. Mikilvægasta verk hans, Odysseia, var latnesk þýðing á Ódysseifskviðu Hómers.
Þessi fornfræðigrein sem tengist sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.