Little Peggy March
Peggy March (fædd Margaret Annemarie Battavio 8. mars 1948 í Pennsylvaníu) er bandarísk söngkona. Hún kom fram á sjónarsviðið við 13 ára aldur þegar hún söng við brúðkaupsveislu. Upptökutvíeykið Hugo & Luigi kölluðu hana Little Peggy March vegna þess hve lágvaxin hún var (enda bara 13 ára), því hún átti afmæli í mars (e. March) og fyrsta lagið sem hún söng var Little Me.
Ævisaga
breytaÍ apríl 1963 flaug fyrsta smáskífa hennar I will follow him (ísl. Ég mun fylgja honum/Ég mun elta hann) á topp bandaríska vinsældaslistans. Lagið var tekið upp í janúar sama ár og gefið út þann 22. Með laginu varð March yngsta söngkona sem kemur lagi í 1. sæti vinsældalistans vestra - 15 ára gömul. Smáskífan skreið einnig til topps á vinsældalistum í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan og á Skandinavíuskaga.
Frægðin dró dilk á eftir sér og efnahagsvandamál fóru að segja til sín. Þar sem March var ekki orðin lögráða komu svokölluð Coogan-lög í veg fyrir það að hún mátti sjá um fjármál sín sjálf. Þess vegna tóku foreldrar hennar við peningaráði en létu umboðsmann Peggy, Russel Smith, um ráðin. Árið 1966 kom í ljós að Smith þessi hafði laumað hluta fjárins á brott svo einungis voru 500 bandaríkjadalir eftir. Hún fékk sér því nýja umboðsmann, Arnie Harris, sem einnig varð eiginmaður hennar og barnsfaðir.
Lög á borð við I wish I were a princess og Hello heartache, goodbye love komust upp fyrir 30. sæti vinsældalista bæði í Bandaríkjunum og á Stóra-Bretlandi. Hún komst inn á evrópska og asíska tónlistarmarkaði og flutti loks til Þýskaland um 1969. Vinsældir hennar þar héldust á 8. áratugnum og árið 1979 kom út diskótilraunin Electrifying. Platan féll í grýttan jarðveg og árið 1981 vildi plötufyrirtækið ekki endurnýja samning March. Því flutti hún aftur til Bandaríkjanna. Í dag starfar March í tónlistariðnaðinum í Las Vegas.
I will follow him
breytaLagið kom út árið 1963 og er eina virkilega þekkta lag söngkonunnar. Laglína lagsins var meðal annars endurhljóðblönduð og notuð í lagið Guilty Conscience með tvíeykinu Eminem og Dr. Dre. Árið 1992 kom lagið fram í myndinni Sister Act.
Smáskífur
breyta- I Will Follow Him - mars 1963 - US #1 (3 vikur)
- I Wish I Were A Princess - júní 1963 - US #32
- Hello Heartache, Goodbye Love - september 1963 - US #26
- The Impossible Happened - nóvember 1963 - US #57
- (I'm Watching) Every Little Move You Make - febrúar 1964 - US #84