Listasafn Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar miðlar myndlist með fjölbreyttu sýningarhaldi, fyrirlestrum, leiðsögn og útgáfu. Sýningarsalur Listasafnsins er í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ. Þar er einnig sýningarsalur Byggðasafns Reykjanesbæjar auk fleiri sala þar sem settar eru upp tímabundnar sýningar á vegum safnanna. Listasafn Reykjanesbæjar varð að formlegu listasafni árið 2003 og telst viðurkennt safn samkvæmt skilgreiningum Safnaráðs. Verk úr safneign eru til sýnis víðs vegar í stofnunum Reykjanesbæjar. Safnkosturinn er varðveittur í safnamiðstöð Reykjanesbæjar, Ramma, og er skráður í gagnagrunninn Sarp.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/a4/Duus_h%C3%BAs_museum_08.jpg/220px-Duus_h%C3%BAs_museum_08.jpg)