Linda Jónsdóttir
Jórunn Linda Jónsdóttir (10 mars 1956 - 13. desember 2019) var íslenskur körfuknattleikskona. Árið 1982 varð hún fyrsta konan til að vera valin Körfuknattleiksmaður ársins á Íslandi. Hún lék allan sinn félagsliðaferil á Íslandi með KR en með félaginu vann hún níu Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Árið 2001 var Linda valin í lið 20. aldarinnar af Körfuknattleikssambandi Íslands.[1]
Persónulegar upplýsingar | |
---|---|
Fæðingardagur | 10. mars 1956 Patreksfjörður, Ísland |
Dánardagur | 13. desember 2019 (63 ára) |
Körfuboltaferill | |
Landslið | Ísland (1989) |
Leikferill | 1972–1990 |
Leikstaða | Bakvörður |
Liðsferill | |
1972–1983 | KR |
1984–1990 | KR |
Verðlaun og viðurkenningar | |
|
Leikferill
breytaFélagsliðaferill
breytaLinda hóf meistaraflokksferil sinn með KR[2] árið 1972. Fjórum árum seinna, árið 1976, vann hún fyrsta stóra titilinn sinn þegar KR varð Bikarmeistari.[3] Árið 1982 endaði hún í öðru sæti í vali á leikmanni ársins í efstu deild sem og í stigaskori, á eftir Emilíu Sigurðardóttir.[4] Í desember það ár var hún kjörin körfuknattleiksmaður ársins, fyrst Íslenskra kvenna.[5] Árið 1983 var Linda valin leikmaður ársins í efstu deild, eftir að hafa hjálpað KR að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð, ásamt því að vera stigakóngur deildarinnar með 344 stig.[6]
Eftir að hafa spilað í Svíþjóð veturinn 1983-1984, [7] sneri Linda aftur til KR fyrir 1984-1985 tímabilið og hjálpaði liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn þá um vorið.[8] Árið 1986 vann hún öll helstu einstaklingsverðlaun sem veitt voru á tímabilinu þar sem hún var valin leikmaður ársins ásamt því að leiða deildina í stigum og vítanýtingu.[9][10] Undir forustu hennar vann KR bæði Íslandsmeistaratitilinn og Bikarkeppnina það árið.[11] Í Bikarúrslitunum, þar sem KR mætti ÍS, skoraði Linda fleiri stig en allt lið andstæðinganna eða skoraði 33 stig í 47-28 sigri KR.[12] Hún hélt yfirburðum sínum áfram tímabilið eftir og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin ásamt því að verða Íslands- og bikarmeistari.[13][14]
Veturinn 1987–1988 season kom Linda einungis við sögu í þremur leikjum þar sem hún skoraði 15,0 stig að meðaltali.[15] Án hennar endaði KR langneðst í deildinni með einungis 3 sigra í 18 leikjum.[16] Linda mætti af krafti aftur tímabilið eftir, lék alla 18 leiki KR og leiddi deildina enn og aftur í stigaskorun.[17]
Landsliðsferill
breytaLinda var valin í fyrsta íslenska landsliðið árið 1973 en endaði á að leika ekki með liðinu.[18][19] Árið 1989 var hún aftur valin í landsliðið og lék hún fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru á Kýpur og hjálpaði Íslandi að vinna sér inn silfurverðlaunin.[20]
Tilvísanir
breyta- ↑ Óskar Ófeigur Jónsson (26. febrúar 2001). „Fræknar kempur heiðraðar“. Dagblaðið Vísir. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Linda Jónsdóttir íþróttamaður KR“. Morgunblaðið. 1. maí 1987. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „KR bikarmeistari kvenna“. Morgunblaðið. 3. apríl 1976. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Torfi valinn besti leikmaðurinn í körfunni af þjálfurum liðanna“. Morgunblaðið. 1. apríl 1982. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Íþróttamenn heiðraðir“. Tíminn. 17. desember 1982. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Pétur kosinn maður mótsins“. Dagblaðið Vísir. 29. mars 1983. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „ÍS vann KR í döprum leik“. Tíminn. 11. október 1983. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Íslandsmeistarar í kvennaflokki“. Morgunblaðið. 27. mars 1985. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Pálmar og Linda“. Tíminn. 15. mars 1986. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Pálmar og Linda best í körfunni“. Morgunblaðið. 15. mars 1986. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Linda skoraði meira en Stúdentar“. Dagblaðið Vísir. 14. mars 1986. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „KR Bikarmeistari“. Morgunblaðið. 14. mars 1986. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „KR-ingar íslandsmeistarar“. Morgunblaðið. 25. mars 1987. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Tvöfalt hjá KR-stúlkunum“. Dagblaðið Vísir. 13. apríl 1987. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „1. deild kvenna - KR“. kki.is. Körfuknattleikssamband Íslands. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „1. deild kvenna 1988“. kki.is. Körfuknattleikssamband Íslands. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Lokahóf körfuknattleiksmanna“. Tíminn. 5. apríl 1989. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Fyrsta landsliðið í körfuknattleik kvenna“. Morgunblaðið. 28. mars 1973. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „Söfnuðu sjálfar fyrir farinu!“. Vísir. 22. mars 1973. Sótt 30. júní 2018.
- ↑ „KKÍ | A landslið“. kki.is. Sótt 30. júní 2018.