Jórunn Linda Jónsdóttir (10 mars 1956 - 13. desember 2019) var íslenskur körfuknattleikskona. Árið 1982 varð hún fyrsta konan til að vera valin Körfuknattleiksmaður ársins á Íslandi. Hún lék allan sinn félagsliðaferil á Íslandi með KR en með félaginu vann hún níu Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Árið 2001 var Linda valin í lið 20. aldarinnar af Körfuknattleikssambandi Íslands.[1]

Linda Jónsdóttir
Persónulegar upplýsingar
Fæðingardagur10. mars 1956(1956-03-10)
Patreksfjörður, Ísland
Dánardagur13. desember 2019 (63 ára)
Körfuboltaferill
LandsliðÍsland (1989)
Leikferill1972–1990
LeikstaðaBakvörður
Liðsferill
1972–1983KR
1984–1990KR
Verðlaun og viðurkenningar
  • Lið 20. aldarinnar í körfuknattleik
  • Körfuknattleiksmaður ársins(1982)
  • 3x Besti leikmaður efstu deildar (1983, 1986, 1987)
  • Lið ársins í efstu deild (1989)
  • 9x Íslandsmeistari (1977, 1979–1983, 1985–1987)
  • 6× Bikarmeistari (1976, 1977, 1982, 1983, 1986, 1987)
  • 4x Stigakóngur efstu deildar (1983, 1986, 1987, 1989)

Leikferill

breyta

Félagsliðaferill

breyta

Linda hóf meistaraflokksferil sinn með KR[2] árið 1972. Fjórum árum seinna, árið 1976, vann hún fyrsta stóra titilinn sinn þegar KR varð Bikarmeistari.[3] Árið 1982 endaði hún í öðru sæti í vali á leikmanni ársins í efstu deild sem og í stigaskori, á eftir Emilíu Sigurðardóttir.[4] Í desember það ár var hún kjörin körfuknattleiksmaður ársins, fyrst Íslenskra kvenna.[5] Árið 1983 var Linda valin leikmaður ársins í efstu deild, eftir að hafa hjálpað KR að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð, ásamt því að vera stigakóngur deildarinnar með 344 stig.[6]

Eftir að hafa spilað í Svíþjóð veturinn 1983-1984, [7] sneri Linda aftur til KR fyrir 1984-1985 tímabilið og hjálpaði liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn þá um vorið.[8] Árið 1986 vann hún öll helstu einstaklingsverðlaun sem veitt voru á tímabilinu þar sem hún var valin leikmaður ársins ásamt því að leiða deildina í stigum og vítanýtingu.[9][10] Undir forustu hennar vann KR bæði Íslandsmeistaratitilinn og Bikarkeppnina það árið.[11] Í Bikarúrslitunum, þar sem KR mætti ÍS, skoraði Linda fleiri stig en allt lið andstæðinganna eða skoraði 33 stig í 47-28 sigri KR.[12] Hún hélt yfirburðum sínum áfram tímabilið eftir og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin ásamt því að verða Íslands- og bikarmeistari.[13][14]

Veturinn 1987–1988 season kom Linda einungis við sögu í þremur leikjum þar sem hún skoraði 15,0 stig að meðaltali.[15] Án hennar endaði KR langneðst í deildinni með einungis 3 sigra í 18 leikjum.[16] Linda mætti af krafti aftur tímabilið eftir, lék alla 18 leiki KR og leiddi deildina enn og aftur í stigaskorun.[17]

Landsliðsferill

breyta

Linda var valin í fyrsta íslenska landsliðið árið 1973 en endaði á að leika ekki með liðinu.[18][19] Árið 1989 var hún aftur valin í landsliðið og lék hún fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru á Kýpur og hjálpaði Íslandi að vinna sér inn silfurverðlaunin.[20]

Tilvísanir

breyta
  1. Óskar Ófeigur Jónsson (26. febrúar 2001). „Fræknar kempur heiðraðar“. Dagblaðið Vísir. Sótt 30. júní 2018.
  2. „Linda Jónsdóttir íþróttamaður KR“. Morgunblaðið. 1. maí 1987. Sótt 30. júní 2018.
  3. „KR bikarmeistari kvenna“. Morgunblaðið. 3. apríl 1976. Sótt 30. júní 2018.
  4. „Torfi valinn besti leikmaðurinn í körfunni af þjálfurum liðanna“. Morgunblaðið. 1. apríl 1982. Sótt 30. júní 2018.
  5. „Íþróttamenn heiðraðir“. Tíminn. 17. desember 1982. Sótt 30. júní 2018.
  6. „Pétur kosinn maður mótsins“. Dagblaðið Vísir. 29. mars 1983. Sótt 30. júní 2018.
  7. „ÍS vann KR í döprum leik“. Tíminn. 11. október 1983. Sótt 30. júní 2018.
  8. „Íslandsmeistarar í kvennaflokki“. Morgunblaðið. 27. mars 1985. Sótt 30. júní 2018.
  9. „Pálmar og Linda“. Tíminn. 15. mars 1986. Sótt 30. júní 2018.
  10. „Pálmar og Linda best í körfunni“. Morgunblaðið. 15. mars 1986. Sótt 30. júní 2018.
  11. „Linda skoraði meira en Stúdentar“. Dagblaðið Vísir. 14. mars 1986. Sótt 30. júní 2018.
  12. „KR Bikarmeistari“. Morgunblaðið. 14. mars 1986. Sótt 30. júní 2018.
  13. „KR-ingar íslandsmeistarar“. Morgunblaðið. 25. mars 1987. Sótt 30. júní 2018.
  14. „Tvöfalt hjá KR-stúlkunum“. Dagblaðið Vísir. 13. apríl 1987. Sótt 30. júní 2018.
  15. „1. deild kvenna - KR“. kki.is. Körfuknattleikssamband Íslands. Sótt 30. júní 2018.
  16. „1. deild kvenna 1988“. kki.is. Körfuknattleikssamband Íslands. Sótt 30. júní 2018.
  17. „Lokahóf körfuknattleiksmanna“. Tíminn. 5. apríl 1989. Sótt 30. júní 2018.
  18. „Fyrsta landsliðið í körfuknattleik kvenna“. Morgunblaðið. 28. mars 1973. Sótt 30. júní 2018.
  19. „Söfnuðu sjálfar fyrir farinu!“. Vísir. 22. mars 1973. Sótt 30. júní 2018.
  20. „KKÍ | A landslið“. kki.is. Sótt 30. júní 2018.