Lilja Sigurðardóttir

Lilja Sigurðardóttir er íslenskur rithöfundur. Hún er fædd árið 1972. Fyrstu tvær sögur Lilju komu út hjá bókaútgáfunni Bjarti og fjalla um röð dularfullra dauðsfalla sem smám saman taka að tengjast. Seinni sögurnar eru spennusögur og komu út hjá Forlaginu.

Fyrsta leikrit Lilju, Stóru Börnin, var sett upp af leikfélaginu Lab Loka í Tjarnarbíó veturinn 2013-2014. Leikritið hlaut Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, sem leikrit ársins 2014.

Bækur Lilju eru eftirfarandi

Spor, 2009

Fyrirgefning, 2010

Gildran, 2015 (Reykjavík Noir 1)

Netið, 2016 (Reykjavík Noir 2)

Búrið, 2017 (Reykjavík Noir 3)

Svik, 2018

Helköld sól, 2019

Blóðrauður sjór, 2020

Náhvít jörð, 2021

Drepsvart hraun, 2022

Dauðadjúp sprunga, haust 2023

  Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.