Lilja Björk Einarsdóttir
Lilja Björk Einarsdóttir er íslenskur verkfræðingur og hefur verið bankastjóri Landsbankans frá árinu 2017.
Lilja Björk lauk námi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og árið 2003 útskrifaðist hún með meistarapróf í fjármálaverkfræði frá Michigan háskóla í Bandaríkjunum.
Frá 2008 til 2016 stýrði Lilja starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbanka Íslands í London. Á árunum 2005 til 2008 var hún sérfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands hf. í London og bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu stoðdeilda. Lilja var ráðin bankastjóri Landsbankans árið 2017 og var valin úr hópi 43 umsækjenda.[1]
Í fjölmiðlum hefur Lilja Björk vísað á bug orðrómi um tengsl hennar eða ábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans í London er hún starfaði fyrir bankann á árunum fyrir bankahrun.[2]
Lilja er gift Júlíusi Atlasyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Mbl.is, „Lilja Björk bankastjóri Landsbankans“ (skoðað 28. september 2019)
- ↑ Vb.is, „Eins og að koma heim“ (skoðað 28. september 2019)