Lignín
Lignín (enska: lignin) er hópur lífrænna efna sem mynda styrktarvefi í æðplöntum og sumum hópum þörunga. Lignín eru mikilvæg í myndun frumuveggs plantna, bæði í viði og berki því þau eru sterk og brotna hægt niður.
Lignín er fjölliða sem er tengd saman með fenól-hringjum. Vegna þessa rotna lignín sérstaklega hægt.
Þessi líffræðigrein sem tengist efnafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.