Libra ehf var íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem var leiðandi í þróun og framleiðslu hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað frá árinu 1996[1][2]. Fyrirtækið var með starfstöðvar í Kópavogi þar sem störfuðu um 30 manns og á Akureyri var 5 manna starfsstöð.[3].

Libra
Merki Libra
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað 2001
Staðsetning Kópavogur og Akureyri, Ísland
Lykilpersónur Þórður Gíslason framkvæmdarstjóri
Starfsemi Hugbúnaður fyrir fjármálamarkað
Starfsfólk 32
Vefsíða www.librasoft.is

Helstu vörur fyrirtækisins, Libra Loan og Libra Securities, voru í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði. Meðal viðskiptavina Libra voru Auður Capital, Arion banki, Frjálsi fjárfestingarbankinn, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Landsbankinn, Nasdaq OMX, Sjóvá og Tryggingamiðstöðin.

Árið 2018 keypt hollenska hugbúnaðarfyrirtækið Five Degrees Libra.[4]

Libra á rætur að rekja til fjármáladeildar TölvuMynda, síðar TM Software, allt til ársins 1996.[5]

Deildin var rekin sem sjálfstæð eining innan TölvuMynda þar til um áramótin 2000/2001 þegar stofnað var dótturfyrirtækið Fjármálalausnir ehf. og Ólafur Jónsson, stjórnandi fjármáladeildar, var ráðinn framkvæmdastjóri þess.[6]

Ári síðar var nafninu breytt í Libra með þeim tilgangi að kenna fyrirtækið við aðalvöru þess auk þess sem Þórður Gíslason tekur við starfi framkvæmdastjóra, en hann hafði leitt vöruþróun frá upphafi.[7]

Í byrjun árs 2006 seldi TM-Software Libra til norrænu kauphallarinnar OMX[8] og fékk nafnið OMX Technology á Íslandi, síðar OMX Banks and Brokers á Íslandi og loks OMX Broker Services á Íslandi[9]. Við þessi eigendaskipti fer Þórður til OMX Broker Services í Stokkhólmi og Jón Páll Jónsson tekur við framkvæmdarstjóra OMX Broker Services á Íslandi.

2008 sameinuðust Nasdaq Kauphöllin í New York og OMX[10] og við það var nafninu breytt í Nasdaq OMX Broker Services á Íslandi[11].

Í mars 2009 seldu Nasdaq OMX til innlendra fjárfesta. Nafnið Libra var tekið upp á ný auk þess sem Þórður tók aftur við sem framkvæmdarstjóri.[12][13]

Vörur

breyta

Libra Loan

breyta

Libra Loan er lánaumsýslukerfi. Yfir 100.000 lán eru meðhöndluð í kerfinu hjá viðskiptavinum Libra, sem eru flest fyrirtæki og stofnanir á íslenskum fjármálamarkað.[14]

Libra Loan er fjölmynta lánaumsýslukerfi með öfluga upplýsingagjöf. Kerfið heldur utan um lántökur og lánveitingar og þriðja aðila umsýslu á skuldabréfum. Libra Loan er frá upphafi hannað fyrir íslenskan markað og ræður við séríslenskar þarfir og úrræði og styður fjölda lánaafbrigði.

Libra Securities

breyta

Libra Securities, sem áður hét Verðbréfavogin, er fjármálahugbúnaður. Kerfið heldur utan um ferli verðbréfaviðskipta frá viðskiptum til uppgjörs, sjóðaumsýslu og rekstur verðbréfasafna. Libra Securities var í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði.[15][16] Markmiðið með kerfinu var að þróa kerfi sem leysir daglega vinnu verðbréfafyrirtækja og tengist öllum aðgerðum og viðskiptum sem þau gera.[17]

Libra Securities á rætur að rekja til fjármáladeildar TölvuMynda[18][19], síðar TM Software, allt til ársins 1996 þegar skrifað var verðbréfasjóðakerfi fyrir Búnaðarbankann Verðbréf.[20]. Kerfið óx og dafnaði og varð að bakvinnslu-, vörslu- og eignarstýringarkerfinu, Libra Securities, sem nær allir aðilar á íslenska verðbréfamarkaðinum nota við sín daglegu störf.[21][22]

Í tilkynningu um samstarf TölvuMynda við erlenda hugbúnaðarfyrirtækið Infinity árið 1999 kemur fram að samstarfið feli meðal annars í sér að reynt verði að koma Verðbréfavoginni á markað erlendis.[23] [24] [25]

Tilvísanir

breyta
  1. Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002.
  2. Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', 31. desember 1998
  3. librasoft.is Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, 'Hver við erum / Starfsstöðvar', heimsótt 7. desember 2010.
  4. „Five Degrees kaupir Libra á Íslandi“. Viðskiptablaðið. 26. júlí 2018.
  5. mbl.is, Viðskiptablað, 'Fylkismaður með fjármálalausnir', 28. febrúar, 2002.
  6. Morgunblaðið, Viðskiptablað, 'Nýr starfsmaður TölvuMynda hf.', 7. febrúar, 2002.
  7. Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002.
  8. mbl.is, Viðskiptafréttir, 'OMX kaupir Libra', 15. nóvember, 2005.
  9. librasoft.is Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, 'Hver við erum / Sagan', heimsótt 7. desember 2010.
  10. http://nasdaqomx.com, 'Who We Are / Milestones'
  11. librasoft.is Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, 'Hver við erum / Sagan', heimsótt 7. desember 2010.
  12. visir.is, Viðskipti, 'Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi', 18. mars, 2009
  13. mbl.is, Viðskipti, 'Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi', 18. mars, 2009.
  14. 'Hvað við gerum' Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, librasoft.is, heimsótt 7. desember 2010.
  15. Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002
  16. librasoft.is Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
  17. 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 31. desember 1998
  18. 'Fylkismaður með fjármálalausnir', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 28. febrúar, 2002
  19. "Á tímamótum", TölvuVísir, Fréttablað um upplýsingatækni, 1999, skoðað 8. desember 2010
  20. Hvað við gerum Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
  21. 'Tími vaxtarins er núna', Morgunblaðið, Viðskipti, 19. september, 1998
  22. Hvað við gerum Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
  23. 'TölvuMyndir sækja á erlendan markað', Dagblaðið Vísir - DV, Vefur og tölvur, 50. tölublað, 1. mars 1999
  24. 'Eykur sóknarmöguleika erlendis', Morgunblaðið, Viðskipti, 47. tölublað, 26. febrúar 1999
  25. 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 31. desember 1998

Tenglar

breyta