Birkitarga (fræðiheiti: Lecanora circumborealis) er tegund fléttu af törguætt. Birkitarga er hvít eða ljósgrá hrúðurflétta með samfellt þal sem er yfirleitt þéttsetið dökkbrúnum eða svörtum askhirslum.[1]

Birkitarga
Birkitarga á bol birkis í Ranaskógi.
Birkitarga á bol birkis í Ranaskógi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Törguætt (Lecanoraceae)
Ættkvísl: Törgur (Lecanora)
Tegund:
Birkitarga (L. circumborealis)

Tvínefni
Lecanora circumborealis

Útbreiðsla og búsvæði breyta

Birkitarga vex á berki birkitrjáa og er algeng í skógum á Norðaustur- og Austurlandi en hún finnst einnig á Vesturlandi og á Vestfjörðum.[1]

Efnafræði breyta

Birkitarga inniheldur fléttuefnin atranórin og roccellinsýru.[1] Þalsvörun birkitörgu er K gul, C neikvæð, KC neikvæð og P ljósgul eða neikvæð.[1]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.