Birkitarga
(Endurbeint frá Lecanora circumborealis)
Birkitarga (fræðiheiti: Lecanora circumborealis) er tegund fléttu af törguætt. Birkitarga er hvít eða ljósgrá hrúðurflétta með samfellt þal sem er yfirleitt þéttsetið dökkbrúnum eða svörtum askhirslum.[1]
Birkitarga | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lecanora circumborealis |
Útbreiðsla og búsvæði
breytaBirkitarga vex á berki birkitrjáa og er algeng í skógum á Norðaustur- og Austurlandi en hún finnst einnig á Vesturlandi og á Vestfjörðum.[1]
Efnafræði
breytaBirkitarga inniheldur fléttuefnin atranórin og roccellinsýru.[1] Þalsvörun birkitörgu er K gul, C neikvæð, KC neikvæð og P ljósgul eða neikvæð.[1]