Laxá (Nesjum)
(Endurbeint frá Laxá í Nesjum)
Laxá er bergvatnsá í sveitinni Nesjum í Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu, skammt vestan við Höfn. Hún rennur milli bæjanna Akurness og Meðalfells ofan við þjóðveginn en neðan við hann rennur hún milli Árnaness og Borga. Um 1960 var grafinn farvegur fyrir ána frá Borgum vestur í Hoffellsá við Skógey og lagður flugvöllur þar sem áin rann áður. Fyrri flugvöllur í Hornafirði var á Suðurfjörutanga og varð þá að róa yfir Hornafjörð til að komast á flugvöllinn.
Umhverfi Laxár þykir fallegt og áin er lygn og oftast fremur vatnslítil. Úr henni hafa stundum komið stórir laxar.