Lawrence Millman er bandrískur rithöfundur og ferðasagnahöfundur frá Cambridge, Massachusetts. Lawrence Millman hefur dvalist á Íslandi og skrifaði bók um Færeyjar, Hjaltlandseyjar og veru sína hér á landi sem hét Last Places: A Journey in the North. Hann er kunnur í Bandaríkjunum fyrir skáldsöguna Hero Jesse (1982) sem vakti mikla athygli. Bók hans um Írland: Our Like Will Not Be There Again, hlaut PEN-verðlaunin árið 1977. Ljóð hans og sögur hafa birst í nokkrum helstu bókmenntatímaritum í Bandaríkjunum. Hann gaf út bók með sögum Ínúíta sem hét A Kayak Full of Ghosts, og var þýdd á íslensku og nefndist í þýðingu Sigfúss Bjartmarssonar: Drekkhlaðinn kajak af draugum.

Tenglar breyta

   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.