Ferðasaga er saga af ferð höfundar sögunnar um tiltekið landsvæði eða land og kynni hans af menningu og þjóð þess. Ferðasaga getur verið stutt, álíka löng og smásaga eða öllu lengri og er þá oftast gefin út sem ferðabók. Ferðabók getur þó vissulega innihaldið margar ferðasögur eftir marga höfunda, eða aðeins einn. Ferðabók er ekki það sama og ferðahandbók sem er upplýsingarit um það hvar og hvernig hægt sé að fá gistingu og hvernig hægt sé að finna bestu eða ódýrustu matsölustaðina á viðkomandi stað. Allt getur þetta tvinnast saman, ferðasaga og upplýsingar, og fer eftir tilgangi höfundar með verki sínu.

Sjá einnig

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.