Lausnardagur er sá dagur sem skuldarinn á fyrst rétt til að losna undan skuldbindingu sinni með því að inna sína greiðslu af hendi. Leiði ekki annað af samningi eða landslögum er lausnardagur sami dagur og gjalddagi.

Fyrir lausnardag getur kröfuhafi sér að ósekju almennt synjað um að taka á móti greiðslu skuldara. Hins vegar er álitið að í sumum tegundum skuldarsambanda geti skuldarinn greitt sinn hluta hvenær sem er, svo sem í neytendalánum, í vaxtalausum lánum, og sömuleiðis ef handveðsali krefst þess að greiða skuld sína gegn afhendingu veðandlagsins.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.