Mál, sannleikur og rökfræði

(Endurbeint frá Language, Truth and Logic)

Mál, sannleikur og rökfræði (e. Language, Truth and Logic) er rit um heimspeki eftir breska heimspekinginn Alfred Jules Ayer. Það kom út árið 1936. Ritið skilgreinir, útskýrir og færir rök fyrir sannreynanleikalögmáli rökfræðilegu raunhyggjunnar. Ayer ræðir hvernig beita megi sannreynanleikalögmálinu í glímunni við gátur heimspekinnar. Ayer reynir m.a. að sýna fram á að spurningar og fullyrðingar frumspekinnar, siðfræðinnar og guðfræðinnar séu merkingarlausar.

Ritið skiptist í átta kafla:

I. Útrýming frumspekinnar
II. Verkan heimspekinnar
III. Eðli heimspekilegrar greiningar
IV. A Priori
V. Sannleikur og líkindi
VI. Gagnrýni á siðfræði og guðfræði
VII. Sjálfið og hinn sameiginlegi heimur
VIII. Lausn óráðinna gáta í heimspeki

Mál, sannleikur og rökfræði er eitt vinsælasta og víðlesnasta ritið í anda rökfræðilegrar raunhyggju.

Tenglar

breyta