Landssamband ungmennafélaga

Landssamband ungmennafélaga (LUF) eru regnhlífarsamtök félagasamtaka ungs fólks á Íslandi. LUF tilheyra 41 aðildarfélög sem öll eru lýðræðisleg, frjáls ungmennafélög sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.

Landssamband ungmennafélaga
[[Image:|200px]]
SkammstöfunLUF
UndanfariÆskulýðssamband Íslands
Stofnun2004
GerðRegnhlífasamtök ungmennafélaga á Íslandi
HöfuðstöðvarMannréttindahúsið, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Meðlimir41 aðildarfélög, 67.000 meðlimir
ForsetiGeir Finnsson
FramkvæmdastjóriTinna Isebarn
Vefsíðaluf.is
VerðlaunSkörungur - íslensku ungmennaverðlaunin

Landssambandið hefur það að markmiði að vernda og efla réttindi ungs fólks, valdefla ungt fólk í samfélaginu og hvetja til virkrar samfélagsþátttöku þeirra, efla samstarf ungmennafélaga og stuðla að umræðu og þekkingarsköpun um málaflokkinn.

LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt vilja þeirra. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks andspænis íslenskum stjórnvöldum, hefur upplýsingaskyldu að gegna gangvart aðildarfélögunum og þjónustar þau á margvíslegan hátt. Auk þess talar LUF fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi, er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ(en)) og heldur utan um verkefnið Ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í samstarfi við Félag Sameiðuðu þjóðanna á Íslandi.

LUF er með samning við mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir rekstur skrifstofu.

Una Hildardóttir, forseti LUF (2019-2022), ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, frv. utanríkisráðherra.

LUF rekur Leiðtogaskóla Íslands.

Alþjóðastarf

breyta

LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum(en) og hefur því skyldum að gegna gagnvart þeim heildarsamtökum. LUF er jafnframt aðili að Norðurlanda- og Eistrasaltsríkjabandalaginu „Nordic Baltic Cooperation“ (NBC). LUF hefur alltaf lagt ríka áherslu á alþjóðlega samvinnu, sem hefur eflst að undanförnu og verður haldið áfram af krafti. LUF á einnig fulltrúa í Ráðgjafaráði Evrópuráðsins í málefnum ungs fólks (e. Advisory Council on Youth to the Council of Europe), Norrænu barna- og ungmennanefndinni, NORDBUK, Sérfræðihópi Norrænu ráðherranefndarinnar um Heimsmarkmiðin (e. Expert Group on SDGs of the Nordic Council of Ministers) og sérfræðihópum YFJ um mannréttinda-, innflytjenda- og loftlagsmál.

Sendinefnd LUF hjá sameinuðu þjóðunum

 
Esther Hallsdóttir fyrsti kjörni Ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda.

Ungmennafulltrúar Íslands skipa sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum. Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af aðildarfélögum LUF og sækja viðburði Sameinuðu þjóðanna í umboði íslenskra ungmenna en á vegum íslenskra stjórnvalda.

Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme.) Ungmennafulltrúarnir sækja viðburði í samstarfi við sendandi ráðuneyti.

Sendinefndin skipar nú 10 fulltrúa á sex sviðum; einn á sviði mannréttinda, tvo á sviði barna og ungmenna, tvo á sviði kynjajafnréttis, tvo á sviði loftslagsmála, tvo á sviði sjálfbærrar þróunar og einn á sviði mennta, vísinda og menningar.

Aðildarfélög

breyta
 
Leiðtogaskóli Íslands.

Aðildarfélög LUF eru 41 talsins og samanstanda af lýðræðislegum frjálsum félagasamtökum sem starfa á landsvísu. Samanlagt telja meðlimir aðildarfélaga LUF um 67.000 á aldrinum 15-35 ára.

Aðildarfélög
AFS á Íslandi
AIESEC
Alþjóðleg Ungmennaskipti (AUS)
Barnastarf I.O.G.T.
Breytendur
ELSA Iceland
JB á Íslandi – CISV
Félag ungra jafnréttissinna (FUJ)
Hugrún – Geðfræðslufélag
JCI á Íslandi
Núll prósent
ProjektPolska[óvirkur tengill]
Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF)
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) Geymt 22 október 2020 í Wayback Machine
Samband ungra framsóknarmanna (SUF)
Samband ungra sjálfstæðismanna
Samfés
Samtök ungra bænda (SUB) Geymt 7 ágúst 2018 í Wayback Machine
Seeds
SK8ROOTS Geymt 3 október 2023 í Wayback Machine
Stamfélagið – Ungliðahreyfing Málbjargar
Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ)
Ung norræn
Ung-ÖBÍ Geymt 28 júní 2022 í Wayback Machine
UNGSAFT
UNGHEILL Geymt 2 desember 2023 í Wayback Machine
Unghugar- Hugarafls
Ungir Evrópusinnar (UE)
Ungar athafnakonur (UAK)
Ungir fjárfestar[óvirkur tengill]
Ungir Jafnaðarmenn (UJ)
Ungir Píratar (UP)
Ungir Umhverfissinnar (UU)
Ungliðadeild UNICEF á Íslandi
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International
Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands (URKÍ)
Ung vinstri græn (UVG)
Ungmennaráð UN Women á Íslandi
Ungmennaráð Þroskahjálpar
Uppreisn- ungliðahreyfing Viðreisnar Geymt 1 nóvember 2020 í Wayback Machine
Q-félagið

Hlekkir

breyta