La boîte noire
La boîte noire (íslenska: Svarti kassinn) er 31. Svals og Vals-bókin og sú önnur eftir Nic og Cauvin. Hún kom út á frönsku árið 1983 en hefur enn ekki verið gefin út á íslensku.
Söguþráður
breytaSagan hefst í beinu framhaldi af La ceinture du grand froid. Glæpamennirnir úr fyrri bókinni rekast á Sval fyrir tilviljun og uppgötva þá að félagarnir eru enn á lífi. Á sama tíma rannsakar Valur Svarta kassann sem vinir þeirra vísindamennirnir skildu eftir á Jörðinni. Hann reynist innihalda míkrófilmur með ótal uppfinningum sem nota mætti til góðs eða ills. Valur útbýr fljúgandi farartæki og fjarskiptabúnað sem gerir þeim unnt að ræða við vísindamennina sem hafa tekið sér bólfestu á fjarlægri plánetu.
Glæpamennirnir ræna Val og fá Svarta kassann í lausnargjald. Þeir geyma hann í herstöð í Sahara-eyðimörkinni. Svalur og Valur fljúga þangað í loftfarinu og ná með klækjum og snarræði að endurheimta kassann. Glæpagengið telur ranglega að Svalur og Valur hafi farist í eftirförinni og Svarti kassinn eyðilagst.
Fróðleiksmolar
breyta- Í upphafi bókar taka tveir vegfarendur Sval tali. Mennirnir voru höfundarnir, Nic og Cauvin.
- Sagan um Svarta kassann er ein sú tilþrifaminnsta í bókaflokknum. Fléttan einföld og aukapersónur fáar. Ýmsir harðir Svals og Vals-aðdáendur fóru hörðum orðum um verk þeirra Nic og Cauvin, en verjendur þeirra bentu á að bækurnar seldust ágætlega svo almennir lesendur virtust sáttir.