Úrtak er hugtak í tölfræði yfir hluta af þýði sem tekinn er fyrir og fellur það undir ályktunartölfræði. Þau eru oftast tilviljanakennd en hægt er að setja ákveðin skilyrði og velja tilviljanakennt út úr þeim eða úr öllu þýðinu. Úrtök eru oft tekin fyrir til að spá fyrir um heildarmynd þýðisins út frá úrtakinu/úrtökunum eins og t.d. skoðanakannanir.

Úrtak er ekki eingöngu notað í ályktunartölfræði. Lýsandi tölfræði lýsir því úrtaki sem unnið er með, svo úrtök eiga við í allri tölfræði. Sé úrtak notað til að draga ályktanir um þýði er talað um ályktunartölfræði. Þurfi „úrtakið“ að falla undir ákveðin skilyrði er í raun verið að þrengja þýðið en ekki úrtakið þó yfir það sé oftast notað hugtakið lagskipt úrtak.

Tengill

breyta
  • „Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?“. Vísindavefurinn.
   Þessi tölfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.