Lífrænt efnasamband
(Endurbeint frá Lífræn efnasambönd)
Lífræn efnasambönd eru í lífrænni efnafræði efnasamband kolefnis. Ástæður þess að kolefnissambönd eru kölluð „lífræn“ eru fyrst og fremst sögulegar og stafa af því að þessi efnasambönd var aðeins hægt að fá úr afurðum lífvera en ekki búa þau til á tilraunastofu. Þegar Friedrich Wöhler tókst að búa til þvagefni 1828 varð þessi afmörkun því marklaus. Hugtakið er samt sem áður enn notað til að lýsa efnasamböndum sem innihalda mikið magn kolefnis.
Lífræn efnafræði fæst við rannsóknir á lífrænum efnasamböndum, lífrænum efnahvörfum og aðferðum lífrænnar efnasmíði.