Kynjavetur var heiti sem haft var um harðindavetur sem var á Íslandi árið 1424 (sumar heimildir segja 1423). Þennan vetur gekk einnig krefðusótt (mislingar) og ýmsar kynjasóttir að því er segir í annálum.

Í Nýja annál segir að veturinn hafi verið langur og harður fyrir veðráttu sakir og víða hafi orðið fellir á hrossum og sauðfé. „Tuttugu vetrum seinna en Kvæða-Anna var merkt, kom svo mikið hallæri á Íslandi, að hún lánaði Þingeyraklaustri sex vættir smjörs.“ Ekkert er nú vitað um Kvæða-Önnu, fyrir hvað hún hafði verið brennimerkt eða hvernig hún hafði auðgast svo að hún gat lánað Þingeyraklaustri á þriðja hundrað kílóa af smjöri í hallærinu.

Heimildir

breyta
  • „Nöfn á árstíðum eftir veðráttu. Lesbók Morgunblaðsins, 20. maí 1953“.