Dune (kvikmynd frá 1984)
Dune er vísindaskáldsögumynd eftir David Lynch frá 1984, byggð á samnefndri skáldsögu Frank Herbert. Kyle MacLachlan lék aðalhlutverkið í myndinni, Paul Atreides, en aðrir leikarar voru meðal annars Patrick Stewart, Brad Dourif, Dean Stockwell, Virginia Madsen, José Ferrer, Sting, Linda Hunt og Max von Sydow. Eftir að hafa leitað hófanna hjá ýmsum leikstjórum, meðal annars Arthur P. Jacobs, Alejandro Jodorowsky og Ridley Scott, fékk Dino De Laurentiis Lynch til að leikstýra myndinni. Raffaella De Laurentiis var framleiðandi myndarinnar. Hljómsveitin Toto og Brian Eno sömdu lög fyrir myndina.
Stórtap varð á myndinni sem fékk auk þess slæma dóma hjá gagnrýnendum. Lynch lýsti því yfir að framleiðendur hefðu veitt honum takmarkað listrænt frelsi og ekki leyft honum að hafa umsjón með lokaklippingu myndarinnar. Í sumum útgáfum hefur nafni Lynch verið skipt út fyrir dulnefnið Alan Smithee. Samt sem áður hefur myndin eignast fastan aðdáendahóp og orðið költmynd með tíð og tíma, en skiptar skoðanir eru um ágæti hennar meðal helstu aðdáenda Lynch.
Ný mynd eftir bókinni, eftir Denis Villeneuve, var frumsýnd árið 2021.