Kvesal (fræðiheiti: Pharomachrus mocinno)[1] er skærgrænn fugl sem finnst í Mið-Ameríku á svæðinu frá Suður-Mexíkó til Panama. Hann er þjóðfugl Gvatemala og mynt landsins „quetzal,“ er nefnd eftir honum. Hann er friðlýstur og eru gerðar ráðstafanir til að vernda lífríki hans.[2]

Kvesal

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Þrúgfuglar (Trogoniformes)
Ætt: Þrúgar (Trogonidae)
Ættkvísl: Aldinnögur (Pharomachrus)
Tegund:
P. mocinno

Tvínefni
Pharomachrus mocinno
(La Llave, 1832)

Lýsing

breyta

Kvesalar eru yfirleitt 40cm á hæð en stélfjaðrir karldýrsins eru allt að 105cm. Þar með er heildarlengd karlfuglsins yfirleitt 100-120cm. Þeir vega að meðaltali 160-180 grömm. Kvesalar eru grænir á höfðinu, efri hluta bringunnar og öllu bakinu og ofan á vængjunum. Að neðanverðu eru vængfjaðrirnar svartar með hvítu rákamunstri. Karldýrin eru með skarlatsrauðan kvið og undirgrump en kvendýrin eru móleit. Kollfjaðrir karldýrsins mynda einskonar kamb. Goggurinn er stuttur, en gildvaxinn, mjög boginn að ofan með tenntum jöðrum.

Útbreiðsla og lífríki

breyta

Kvesal er ættaður Mið-Ameríku á svæðinu frá Suður-Mexíkó til Panama. Hann er talinn skiptast í tvær undirtegundir, Gvatemala-afbrigðið (aðaltegund) og Kostaríka-afbrigðið. Hann heldur sér í þéttum regnskógum til fjalla, allt upp í 3000 metra hæð, en flytur sig niður að 1000 metra hæðarlínu á regntímanum.

Lífshættir

breyta

Hreiður og varp

breyta

Hreiðrið er grafið inn í trjáboli þar sem viðurinn er mjúkur vegna fúa, venjulega hátt yfir jörð. Karlfuglinn lætur stélfjaðrirnar sínar standa út úr hreiðuropinu svo að þær líti út eins og laufblöð. Kvesalar verpa að jafnaði tvisvar á ári. Karl- og kvenfuglinn liggja á egginu til skiptis. Eggin eru tvö og útungun tekur um 18 daga.

Uppeldi unga

breyta

Hjónin sjá bæði um að mata unganna og hjálpast að við uppeldið. Ungarnir skríða naktir og blindir úr eggjunum. Þeir fá sjón eftir nokkra daga og eru dúnklæddir hálfsmánaðargamlir. Tveimur vikum seinna fara þeir úr hreiðri. Skrautfjaðrir karlfuglsins eru fullvaxnar á þriðja æviári.

Fæða

breyta

Kvesal étur einkum ávexti. Daglegur skammtur getur numið allt að helmingi líkamsþyngdar hans. Hins vegar étur hann einstaka sinnum smávaxin hryggdýr og snigla. Nokkrar tegundir ættarinnar borða einkum fiðrildi og lirfur þeirra.

Tenglar

breyta
  1. Atli Magnússon og Örnólfur Thorlacius. (2003). Dýraalfræði fjölskyldunnar. Reykjavík: Skjaldborg ehf.
  2. Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Thorarensen. (1992). Undraveröld dýranna 11, fuglar (3. útg.). Reykjavík: Fjölvaútgáfa.
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.