Krosslaug
Krosslaug eða Reykjalaug er í Lundarreykjadal í Borgarfirði, um 7 km innan við ármót Tunguár og Grímsár, skammt neðan Brautartungu. Laugin er 43°C, friðlýst og girt er í kring um hana. Veggir laugarinnar voru hlaðnir upp árið 1980 undir umsjón þjóðminjavarðar.
Sögur og sagnir
breytaSagan segir að vestanmenn hafi látið skíra sig í Krosslaug, er þeir riðu frá Alþingi eftir að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Þeir höfðu neitað að láta skíra síg í köldu vatni á Þingvöllum og kusu frekar heita vatnið í Krosslaug, að því er segir í Kristni sögu.
Heimildir
breyta- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.