Kristinréttur Sverris konungs
Kristinréttur Sverris konungs er í stórum dráttum samsteypa kristinréttarins úr Gulaþingslögunum og Frostaþingslögunum fornu.
Kristinréttur Sverris konungs er varðveittur í einu skinnhandriti í Árnasafni, AM 78 4to, frá fyrri hluta 14. aldar.
Kristinrétturinn hefst á bréfi Sverris konungs og allra biskupa um stórmæli þau er bann fylgir, svo sem að raska helgum kirkjum og kennimönnum, og renna (hlaupa) á hendur konu og taka hana nauðga.
Líklegt er að Sverrir konungur hafi látið taka kristinréttinn saman um 1190 til þess að styrkja stöðu sína í deilum við kirkjuvaldið.
Kristinrétturinn er prentaður í Norges gamle love inntil 1387, 1. bindi, bls. 407-434.
Heimildir
breyta- Norges gamle love inntil 1387, I.