Gulaþingslög getur merkt tvennt:

  • Svæðið eða umdæmið, þar sem Gulaþingslögin giltu, þ.e. vestur- og suðurhluta Noregs, ásamt Hjaltlandi og e.t.v. Færeyjum.
  • Lögin sjálf.

Gulaþing breyta

Lengst af var Gulaþingið haldið í Eivindvík við Gulafjörðinn, sunnan við mynni Sognsfjarðar.

Síðar var þingið flutt til Björgvinjar.

Gulaþingslögin fornu breyta

Gulaþingslög eru nefnd í Íslendingabók Ara fróða. Þar segir að þegar Íslendingar settu þing sitt á Þingvelli, hafi þeir sniðið lög sín eftir því sem þá voru Golaþingslög. Íslenska löggjöfin þróaðist síðan á eigin forsendum, og varð að lagabálki þeim sem kallast Grágás.

Gulaþingslögin fornu eru til í einu heillegu skinnhandriti, í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn (frá því um 1250), og auk þess eru til brot úr nokkrum skinnhandritum, þau elstu frá síðari hluta 12. aldar.

Gulaþingslögin fornu hefjast á þessum orðum:

 
Hér hefur upp Gulaþingsbók. Það er upphaf laga várra að vér skulum lúta austur, og biðja til hins helga Krist árs og friðar, og þess að vér haldim landi váru byggðu, og lánardrottni várum heilum. Sé hann vinur vár, en vér hans, en Guð sé allra várra vinur. Það er nú því næst, að sá skal konungur vera að Noregi er skilgetinn er Noregskonungs sonur, nema þeim ragni illska eða óviska.
 

Heimildir breyta