Frostaþingslög
Frostaþingslög getur merkt tvennt:
- Svæðið eða umdæmið, þar sem Frostaþingslögin giltu, upphaflega 8 fylki umhverfis Þrándheimsfjörðinn í Noregi.
- Lögin sjálf.
Frostaþingslögin fornu
breytaFrostaþingslögin fornu voru til í einu heillegu skinnhandriti frá því um 1260 (Codex Resenianus), í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn, sem brann 1728. Til eru pappírsuppskriftir sem Árni Magnússon lét gera, og er textinn því varðveittur að töluverðu leyti. Auk þess eru til brot úr fjórum skinnhandritum í Ríkisskjalasafni Noregs, þau elstu frá fyrri hluta 13. aldar.
Kristinrétturinn úr Frostaþingslögunum fornu er betur varðveittur. Hann er yfirleitt prentaður eftir handritinu AM 60 4to, frá því skömmu eftir 1300, en fleiri skinnhandrit eða brot eru til af honum.
Íslenska lögbókin Járnsíða var samin með hliðsjón af Frostaþingslögunum, og eru margir kaflar teknir nánast orðrétt upp. Því hefur verið hægt að nota Járnsíðu til þess að leiðrétta ýmislegt í texta norsku lögbókarinnar.
Þekktasta tilvitnun í Frostaþingslögin er: „Að lögum skal land vort byggja, en eigi að ólögum eyða“. Þetta spakmæli finnst ekki annars staðar í norskum ritum, en er einnig í Járnsíðu og Njáls sögu, 70. kafla, þar sem það hljóðar svo: „Með lögum skal land vort byggja, en [eigi] með ólögum eyða“. Norska útgáfan virðist leggja áherslu á að menn eigi að fara eftir lögunum, þ.e. fara að lögum.
Heimildir
breyta- Trygve Knudsen: Frostatingsloven. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, 4, Rvík 1959, bls. 656-661.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Frostathingslov“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. júlí 2009.
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Frostaþingslög, texti — Norges gamle Love 1
- Frostaþingslög, brot úr handriti frá 1220-1250 Geymt 26 september 2007 í Wayback Machine — riksarkivet.no