Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir

(Endurbeint frá Kristín Gunnlaugsdóttir)

Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir (fædd 15. apríl 1963 á Akureyri) er íslenskur myndlistarmaður.

Kristín nam í Myndlista- og handíðaskólanum. Eftir námið fór hún í nunnuklaustur á Ítalíu þar sem hún dvaldi á árunum 1987 – 1988. Í klaustrinu lærði Kristín margt um íkonalist og hélt eina íkonasýningu árið 1994.

Eftir þá dvöl lá leiðin í Akademíu hinnar fögru lista í Flórens þar sem hún lagði meðal annars stund á grafík, ferskumálun og einnig lagningu blaðgulls sem hún hefur mikið notað. Kristín dvaldi á Ítalíu í átta ár og kynntist hún þar fyrrum sambýlismanni sínum og barnsföður. Þau fluttu til Íslands 1995 og eignuðust tvö börn.

Upp úr bankahruninu 2008 fór Kristín því að sauma úr afgangsull. Hún sýndi slík verk árið 2010 í sal Íslenskrar Grafíkur og seinna sama ár hélt hún sýningu, Gullin mín í Studio Stafn. Blaðgullin voru áberandi í þeim verkum en blaðgullin voru einnig áberandi á einni af eldri sýningum Kristínar sem haldin var á Kjarvalsstöðum 1995.

Verk hennar einkenndust aðallega af stórum málverkum á striga, eggtemperur á tré, íkonar og teikningar áður en hún hóf að vinna með striga, ull og band. Mörg verka hennar eru í eigu opinberra safna, kirkna og fyrirtækja. Kristín hefur verið valin bæjarlistamaður Akureyrar og einnig bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008.

Dæmi um verk

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
  • [1] Geymt 17 nóvember 2015 í Wayback Machine tengill með sýningarskrám (hægt að finna það til vinstri undir ferilskrá).
  • Viðtal[óvirkur tengill] við Kristínu sem birtist 6. maí 2011, um bókina Undir Rós.
  • [2][óvirkur tengill] myndir frá yfirlitssýningu á verkum Kristínar sem var haldin á Listasafninu á Akureyri árið 2011.
   Þessi myndlistagrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.