Kranavatn
Kranavatn er vatn sem veitt er til heimila um krana. Kranavatn er notað til neyslu, eldunar, þrifa og í klósett. Kranavatni er dreift um hús í gegnum pípulagnir. Þótt slíkar lagnir hafi verið notaðar í árþúsundir voru þær ekki algengar fyrir seinni hluta 19. aldar í þróuðum löndum. Aðgangur að kranavatni í þróunarlöndum batnaði mikið á 20. öld.
Í flestum löndum er kranavatn einnig neysluvatn þó ekki alls staðar. Vatnsgæði eru mjög breytileg eftir heimshlutum. Þar sem vatnsgæði eru lélegri er stundum nauðsynlegt að sía eða sjóða vatnið til að drepa gerla í vatninu og gera það drykkjarhæft. Heilsufar þeirra sem hafa aðgang að hreinu kranavatni er oft betra þeirra sem ekki hafa aðgang að slíku.