Kranablaðamennska er hugtak í blaðamennsku sem Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV smíðaði og notaði í grein sem hann birti 2. desember árið 2000. Þar útskýrir hann kranablaðamennsku þannig „að fjölmiðill fer að því leyti ekki að verklagsreglum, að hann skrúfar frá einu sjónarmiði í fréttaflutningi án þess að leita annarra sjónarmiða, ef ætla má, að þau séu til“. [1] Kranablaðamennsku mætti því útskýra sem blaðamennsku sem styðst aðeins við eitt sjónarhorn í einu, lætur gagnrýnislaust yfir sig ganga sjónarmið úr einni átt, en leitar ekki að gildi hennar með því að gagnrýna hana með skoðunum úr annarri átt.

Tilvísanir breyta

  1. Kranablaðamennska; leiðari úr DV 2. des 2000
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.