Krísa (s. Misan, f. Miisa) er persóna í Múmínálfunum eftir finnlanssænska rithöfundin og teiknarann Tove Jansson.

Krísa er mjög þunglynd og vænisjúk kvenpersóna. Í teiknimyndasögunum og myndabókunum er hún venjulega heimilishjálp Moomínfjölskyldunnar. Krísa hefur aðeins verið ein af aðalpersónunum í einni bók þar sem hún er ekki húshjálp, en það var í fimmtu bókinni um Múmínálfana, bókinni Örlaganóttin (s.Farlig midsommar) sem út kom árið 1954. Þar finnur Múmínfjölskyldan Krísu gegnblauta á floti á grein sem hún hafði bjargað sér upp á þegar flóðið kom. Fjölskyldan tók hana með sér í leikhúsið, þar sem Krísa sýndi að hún var afbragðs leikkona. Um Krísu er sagt að fyrstu viðbrögð hennar við hvern þann sem ávarpar hana sé ótti við það að þá sé verið að kvarta yfir gæðum vinnu hennar.

Heimildir breyta

   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.