Kosher (כשר), er hugtak í Gyðingdómi yfir þær fæðutegundir sem eru hreinar í trúarlegum skilningu og leyfilegar til neyslu. Fæðutegundir sem hins vegar eru bannaðar eru kallaðar treifah (einnig treif, טרפה).

Upphaf kosher-reglanna er að finna í 3. Mósebók 11 og 5. Mósebók 14. Þessar reglur þróuðust síðan í munlegri hefð sem safnað var í Mishnah og Talmúd.

Kosher bannar meðal annars að nota sömu ílát fyrri kjöt og mjólkurafurðir sem byggir á boði Guðs í 5. Mósebók 14:21: "Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður sinnar". Þetta túlkast sem að neysla kjöts og mjólkurafurða í sömu máltíð er einnig bannað. Skeldýr og svín eru einnig stranglega bönnuð til neyslu og kjöt má einungis neyta ef dýrið hefur verið slátrað með því að skera það á háls.

Slátrun samkvæmt reglum Gyðingdóms eru bannaðar í Noregi, Svíþjóð og Sviss af dýraverndunarástæðum.

Að mörgu leiti eru kosher-reglurnar náskildar halal-reglum múslima.

Heimildir

breyta
  • James M. Lebeau, The Jewish Dietary Laws: Sanctify Life, United Synagogue of Conservative Judaism, New York, 1983
  • Samuel Dresner, Seymour Siegel and David Pollock The Jewish Dietary Laws, United Synagogue, New York, 1982
  • Isidore Grunfeld, The Jewish Dietary Laws, London: Soncino, 1972
  • Isaac Klein, A Guide to Jewish Religious Practice, JTSA, 1992
  • Shechita: Religious, Historical and Scientific Perspectives, Munk, Feldheim Publishers, New York, 1976 nd Scientific Perspectives, Munk, Feldheim Publishers, New York, 1976

Tengt efni

breyta