Kornbresk kjötbaka

Kornbresk kjötbaka (enska: Cornish pasty, korníska: pasti, hoggan) er bökutegund frá Cornwallsýslu í Englandi. Bakan er yfirleitt fyllt með kjöti, kartöflum og lauk, og bökuð. Bakan er hringur sem er brotinn saman til að mynda hálfhring. Kanturinn er því næst þéttur. Bakan má aðeins kallast kornbresk ef fyllingin er hefðbundin.

Kornbresk kjötbaka

Orðið pasty er borið fram /ˈpæsti/ á ensku.

Upphaflega voru slíkar bökur gerðar fyrir kolanámumenn sem munu ekki hafa komið upp á yfirborð jarðar til að borða hádegisverð.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.