Rúgur (fræðiheiti: Secale cereale) er korntegund af grasaætt. Rúgur hefur breið, löng blöð með stutta slíðurhimnu. Axið er tvíraða og hvert smáax hefur tvö blóm sem hvert er með stórar títur. Lítil hefð er fyrir ræktun rúgs á Íslandi. Helst hefur verið notast við vetrareinær yrki sem er sáð seinni part sumars til þess að fá beit snemma vorið eftir. Ekki hefur tekist að rækta rúg til kornþroska hérlendis. Erlendis er rúgur ræktaður til framleiðslu á rúgmjöl.

Rúgur
Secale cereale.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Undirætt: Pooideae
Ættflokkur: Triticeae
Ættkvísl: Secale
Tegund:
S. cereale

Tvínefni
Secale cereale
M.Bieb.
Secale cereale

HeimildBreyta

  • Ríkharð Brynjólfsson og Stefanía Nindel (2006). Nytjajurtir. Landbúnaðarháskóli Íslands.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.