Kormákur/Hvöt er knattspyrnufélag sem rekið er í samvinnu tveggja félaga í Húnaþingi; Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi) og Ungmennafélagið Kormákur (Hvammstanga).

Mynd:Merki kormáks hvatar.jpg
Merki Kormáks/Hvatar frá 2021

Samstarf á milli Kormáks og Hvatar hefur lengi verið til staðar, en í meistaraflokki hafa liðin teflt fram sameiginlegu liði frá árinu 2012. Liðið spilar í 3. deild karla í knattspyrnu. Þjálfari liðsins sumarið 2022 er Aco Pandurevec.

Liðið leikur í bleikum treyjum/svörtum buxum (heima) og hvítum treyjum/rauðum buxum (úti).

Heimavellir breyta

Heimavöllur liðsins er í flestum tilvikum Blönduósvöllur, en einnig eru leikir spilaðir á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga. Í upphafi samstarfsins fóru flestir leikir fram á Hvammstanga, en með aukinni aðsókn og fjölgunar í aðdáendahópi liðsins hafa þeir færst á Blönduós þar sem aðstaða er betri. Á hverju sumri eru spilaðir heimaleikir á bæjarhátíðum Blönduóss (Húnavaka) og Hvammstanga (Eldur í Húnaþingi), en þá skipta áhorfendur einu hundraði. Vegna veðurfars á Norðurlandi-vestra eru fyrstu heimaleikir sumarsins jafnan spilaðir á Sauðárkróksvelli.

Leikmenn 2022 breyta

Nafn Staða Aldur Þjóðerni
Markverðir
Jose Luis Villar Alcaniz Markmaður 32  
Kristófer Már Tryggvason Markmaður 24  
Varnarmenn
Acai Nauset Elvira Rodriguez Varnarmaður 31  
Ágúst Friðjónsson Varnarmaður 25  
Bjarki Már Árnason Varnarmaður 44  
Erik Hallgrímsson Varnarmaður 20  
Hlynur Rafn Rafnsson Varnarmaður 33  
Óðinn Smári Albertsson Varnarmaður 22  
Papa Diounkou Tecagne Varnarmaður 22    
Miðjumenn
Alfreð Már Hjaltalín Miðja 28  
Aliu Djalo Miðja 30    
Ante Marcic Miðja 27  
Anton Ingi Tryggvason Miðja 21  
Arnór Guðjónsson Miðja 26  
Goran Potkozarac Miðja 29  
Kristinn Bjarni Andrason Miðja 16  
Pálmi Þórsson Miðja 24  
Sigurður Bjarni Aadnegard Miðja 23  
Viktor Ingi Jónsson Miðja 23  
Sóknarmenn
Akil Rondel Dexter De Freitas Sókn 36  
Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson Sókn 30  
Hilmar Þór Kárason Sókn 29  
Ingibergur Kort Sigurðsson Sókn 24  
Ingvi Rafn Ingvarsson Sókn 28  

Nafntogaðir fyrrum leikmenn breyta

  • Hörður Gylfason - fyrirliði, þjálfari og frumkvöðull. Þekktastur fyrir að hafa verið valinn besti markmaður Tommamótsins 1988.[1]
  • Albert "Bibbi í Eyjanesi" Jónsson - leikmaður Kormáks þegar liðið fór fyrst á Íslandsmót 1986, lék sinn síðasta leik 30 árum síðar árið 2016.[2]

Heimildir breyta

  1. „Dagblaðið Vísir - DV - Tommamótið '88 (04.07.1988) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 27. maí 2022.
  2. „Leikmaður - Albert Jónsson“. www.ksi.is. Sótt 27. maí 2022.