Kormákur/Hvöt er knattspyrnufélag sem rekið er í samvinnu tveggja félaga í Húnaþingi; Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi) og Ungmennafélagið Kormákur (Hvammstanga). Liðið tók fyrst þátt í bikarkeppni KSÍ árið 2012 og miðast stofnár við það, en frá 2013 hefur liðið leikið í Íslandsmótum KSÍ.

  • Af þeim liðum sem tefla fram samstarfsliðum tveggja félaga á Íslandsmóti er hvergi jafn langt á milli varnarþinga og hvergi er jafn langt í vetraræfingaaðstöðu á gervigrasvelli.
  • Af öllum liðum sem leika í efstu þremur deildum Íslandsmótsins, og hefur gert í 10+ ár, er Kormákur/Hvöt það eina sem hefur aldrei fallið niður um deild.
Kormákur/Hvöt í júlí 2024
Kormákur/Hvöt í júlí 2024

Kormákur/Hvöt lék í 4. deild karla árin 2012 til 2021, 3. deild 2022-2023 og 2. deild 2024.

Liðið leikur í bleikum treyjum/svörtum buxum (heima) og hvítum treyjum/rauðum buxum (úti). Helstu styrktaraðilar félagsins eru Kaupfélag Skagfirðinga, Teni Blönduósi, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, VIlko, Ísgel, GN Hópbílar og fleiri fyrirtæki á svæðinu.[1]

Heimavellir

breyta

Heimavellir liðsins eru Blönduósvöllur og Sjávarborgarvöllur á Hvammstanga. Báðir vellirnir eru grasvellir, sem leiðir til þess að oft þarf að leika fyrstu leiki árinsins á gervigrasvöllum í nágrenninu. Meðalaðsókn á heimaleiki liðsins hafa jafnan verið með því besta í þeim deildum sem liðið leikur hverju sinni,[heimild vantar] en hámarki nær hún á bæjarhátíðum Blönduóss (Húnavaka) og Hvammstanga (Eldur í Húnaþingi).

Heimavellir Kormáks/Hvatar voru lengi óvinnandi vígi, þar sem liðið tapaði ekki leik á Blönduósi eða Hvammstanga í á þriðja ár í kringum árið 2020.

Leikmenn 2024

breyta
Nafn Staða Aldur Þjóðerni
Markverðir
Alejandro Boa Markmaður 24  
Snorri Þór Stefánsson Markmaður 19  
Uros Ðuric Markmaður 31  
Varnarmenn
Acai Nauset Elvira Rodriguez Miðvörður 33  
Anton Ingi Tryggvason Vinstri bak 23  
Ágúst Friðjónsson Hægri bak 27  
Egill Þór Guðnason Hægri bak 16  
Mateo Climent Rodriguez Vinstri bak 30  
Papa Diounkou Tecagne Hægri bak 24    
Pétur Orri Arnarson (lán frá Þór A.) Miðvörður 17  
Sergio Francisco Úolu Miðvörður 31  
Stefán Freyr Jónsson Miðvörður 18  
Miðjumenn
Anton Einar Mikaelsson Miðjumaður 18  
Arnór Guðjónsson Miðjumaður 28  
Emanuel Nikpalj Miðjumaður 26  
Haukur Leo Þórðarson (lán frá Þór A.) Miðjumaður 17  
Ingvi Rafn Ingvarsson Miðjumaður 30  
Jorge Garcia Dominguez Miðjumaður 26  
Nökkvi Hjörvarsson (lán frá Þór A.) Miðjumaður 18  
Sigurður Bjarni Aadnegard Miðjumaður 25  
Sigurður Pétur Stefánsson Miðjumaður 21  
Sigurjón Bjarni Guðmundsson Miðjumaður 16  
Viktor Ingi Jónsson Miðjumaður 25  
Sóknarmenn
Artur Jan Balicki Framherji 25
Atli Þór Sindrason (lán frá Þór A.) Kantmaður 18  
Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson Kantmaður 32  
Goran Potkozarac Kantmaður 31  
Haukur Ingi Ólafsson Framherji 17  
Jón Gísli Stefánsson Kantmaður 20  
Kristinn Bjarni Andrason (lán frá Þór A.) Framherji 18  
Ismael Sidibe Framherji 27

Feitletraðir leikmenn léku allt tímabilið, en leikmenn með skáletrun kláruðu ekki tímabilið með liðinu.

Nafntogaðir fyrrum leikmenn

breyta
  • Hörður Gylfason - fyrirliði, þjálfari og frumkvöðull. Þekktastur fyrir að hafa verið valinn besti markmaður Tommamótsins 1988.[2]
  • Albert "Bibbi í Eyjanesi" Jónsson - leikmaður Kormáks þegar liðið fór fyrst á Íslandsmót 1986, lék sinn síðasta leik 30 árum síðar árið 2016.[3]
  • Hlynur Rikk - næst leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, lék í 11 tímabil með liðinu

Heimildir

breyta
  1. „Kormákur/Hvöt – Stolt Húnaþings“. Sótt 19. október 2024.
  2. „Dagblaðið Vísir - DV - Tommamótið '88 (04.07.1988) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 27. maí 2022.
  3. „Leikmaður - Albert Jónsson“. www.ksi.is. Sótt 27. maí 2022.