Kormákur/Hvöt
Kormákur/Hvöt er knattspyrnufélag sem rekið er í samvinnu tveggja félaga í Húnaþingi; Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi) og Ungmennafélagið Kormákur (Hvammstanga).

Samstarf á milli Kormáks og Hvatar hefur lengi verið til staðar, en í meistaraflokki hafa liðin teflt fram sameiginlegu liði frá árinu 2012. Liðið spilar í 3. deild karla í knattspyrnu. Þjálfari liðsins sumarið 2022 er Aco Pandurevec.
Liðið leikur í bleikum treyjum/svörtum buxum (heima) og hvítum treyjum/rauðum buxum (úti).
Heimavellir Breyta
Heimavöllur liðsins er í flestum tilvikum Blönduósvöllur, en einnig eru leikir spilaðir á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga. Í upphafi samstarfsins fóru flestir leikir fram á Hvammstanga, en með aukinni aðsókn og fjölgunar í aðdáendahópi liðsins hafa þeir færst á Blönduós þar sem aðstaða er betri. Á hverju sumri eru spilaðir heimaleikir á bæjarhátíðum Blönduóss (Húnavaka) og Hvammstanga (Eldur í Húnaþingi), en þá skipta áhorfendur einu hundraði. Vegna veðurfars á Norðurlandi-vestra eru fyrstu heimaleikir sumarsins jafnan spilaðir á Sauðárkróksvelli.
Leikmenn 2022 Breyta
Nafn | Staða | Aldur | Þjóðerni |
---|---|---|---|
Markverðir | |||
Jose Luis Villar Alcaniz | Markmaður | 32 | |
Kristófer Már Tryggvason | Markmaður | 24 | |
Varnarmenn | |||
Acai Nauset Elvira Rodriguez | Varnarmaður | 31 | |
Ágúst Friðjónsson | Varnarmaður | 25 | |
Bjarki Már Árnason | Varnarmaður | 44 | |
Erik Hallgrímsson | Varnarmaður | 20 | |
Hlynur Rafn Rafnsson | Varnarmaður | 33 | |
Óðinn Smári Albertsson | Varnarmaður | 22 | |
Papa Diounkou Tecagne | Varnarmaður | 22 | |
Miðjumenn | |||
Alfreð Már Hjaltalín | Miðja | 28 | |
Aliu Djalo | Miðja | 30 | |
Ante Marcic | Miðja | 27 | |
Anton Ingi Tryggvason | Miðja | 21 | |
Arnór Guðjónsson | Miðja | 26 | |
Goran Potkozarac | Miðja | 29 | |
Kristinn Bjarni Andrason | Miðja | 16 | |
Pálmi Þórsson | Miðja | 24 | |
Sigurður Bjarni Aadnegard | Miðja | 23 | |
Viktor Ingi Jónsson | Miðja | 23 | |
Sóknarmenn | |||
Akil Rondel Dexter De Freitas | Sókn | 36 | |
Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson | Sókn | 30 | |
Hilmar Þór Kárason | Sókn | 29 | |
Ingibergur Kort Sigurðsson | Sókn | 24 | |
Ingvi Rafn Ingvarsson | Sókn | 28 |
Nafntogaðir fyrrum leikmenn Breyta
Heimildir Breyta
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - Tommamótið '88 (04.07.1988) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 27. maí 2022.
- ↑ „Leikmaður - Albert Jónsson“. www.ksi.is . Sótt 27. maí 2022.