Konungsfjölskylda
Konungsfjölskylda er fjölskylda ríkjandi konungs eða drottningar. Hugtakið nær stundum einnig yfir stórfjölskyldu viðkomandi þjóðhöfðingja. Á sama hátt er keisarafjölskylda fjölskylda keisara, hertogafjölskylda fjölskylda hertoga o.s.frv. Í mörgum löndum eru allir meðlimir konungsfjölskyldu ávarpaðir á sérstakan hátt, til dæmis með orðunum „yðar hátign“ eða „yðar konunglega hátign“. Stundum er talað um ættingja ríkjandi þjóðhöfðingja sem „kóngafólkið“. Hugtakið getur líka átt við fjölskyldu konunga sem settir hafa verið af. Í júlí 2013 voru 26 fullvalda erfðaeinveldi í heiminum (konungsríki, keisaraveldi, soldánsdæmi, emírsdæmi o.fl.).