Konrad Gesner
Konrad Gesner (Conrad Gessner, Konrad Gessner, Conrad Geßner, Conrad von Gesner, Conradus Gesnerus, Conrad Gesner; f. 26. mars 1516 – 13. desember 1565) var svissneskur náttúrufræðingur og bókasafnsfræðingur. Fimm binda verk hans Historiae animalium eða Rannsóknir á dýrum (1551–1558) er talið marka upphaf dýrafræðinnar á nýöld. Dulfrævinga-ættkvíslin Gesneria er nefnd í höfuðið á honum. Árið 1546 gaf hann út bókina Bibliotheca Universalis, alþjóðlega bókaskrá yfir öll útgefin verk eftir gríska, latneska og hebreska höfunda sem Gesner komst á snoðir um.