Kolviður (sjóður)
Kolefnissjóðurinn Kolviður var stofnaður að frumkvæði Skógræktarfélags Íslands og Landverndar en hlutverk sjóðsins er að gera landsmönnum kleift að jafna kolefnislosun sína vegna samgangna með því að beita skógrækt sem vopni í baráttunni.
Á heimasíðu Kolviðar verður á einfaldan hátt hægt að reikna út hvað hver einstakur bíll losar mikið af koldíoxíði (CO2) á ári og hvað þarf mörg tré til að jafna þá losun (umbreyta koldíoxíðinu í trjávöxt og súrefni). Þannig gefst landsmönnum tækifæri til þess að greiða andvirði þeirra trjáa sem þarf til þess að jafna kolefnismengun þeirra.