Lyfta er rafknúinn lyftibúnaður í háum húsum til fólks- eða vöruflutninga, sbr. fólkslyftur (t.d. talnabandslyftur) og vörulyftur. Einnig eru til heylyftur sem eru notaðar til að flytja hey úr hlöðu að garða eða jötu, skíðalyftur (svo sem stólalyftur) til að flytja skíðafólk upp í fjall, vinnulyftur sem notaðar eru við byggingu og viðhald húsa og eru þær bæði til rafknúnar og díselknúnar. Vökvalyftur eru lyftur sem knúnar eru vökvaþrýstingi til að lyfta þungum hlutum (eins og t.d. vagnlyftur).

Tvær lyftur í neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar.

Fyrsta fólkslyfta í íbúðarhúsi hér á landi var tekin í notkun 11. febrúar 1960. Þá voru gangsettar þrjár lyftur sama daginn í Prentarablokkinni, Kleppsvegi 2-6. [1]

Stærðsta lyfta í heiminum er útlensk lyfta sem getur rúmað 2350 menn og er meterslengd hennar 25 fermetrar, lyftan var framleidd í lyftugerðarversmkiðju KONE fyrir indverja.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Þjóðviljinn 1960
  2. https://www.kone.com/en/news-and-insights/stories/check-out-the-worlds-largest-passenger-elevator.aspx
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.