Selló

(Endurbeint frá Knéfiðla)

Selló, einnig kallað hné- eða knéfiðla, er strokhljóðfæri í fiðlufjölskyldunni. Alþjóðanafnið selló er í raun stytting á orðinu violoncello sem er ítalska og þýðir „lítið violone“, en íslenska nafnið kné- eða hnéfiðla er dregin af því að sellóleikarinn hefur hljóðfæri sitt milli hnjáa sinna þegar hann spilar, og áður fyrr hvíldi það á þeim. Í dag hvílir selló á pinna sem kemur neðan úr því. Það er með fjórum strengjum sem stilltir eru í fimmundum, C G d og a, það er einni áttund neðar en strengir lágfiðlu. Hæsta nóta sem skrifa má fyrir selló samkvæmt almennum rithefðum er c''' sem þýðir að tónsvið sellós er 4 áttundir. Selló er vinsælt einleikshljóðfæri. Það er eitt af hljóðfærum strengjakvartetts. Selló er eitt af hljóðfærum sinfóníuhljómsveitar. Tónlist fyrir selló er rituð í F-lykli

Selló séð frá tveim mismunandi sjónarhornum

Þekktustu einleiksverk fyrir selló eru umdeilanlega Selló svítur Bachs, BWV 1007-1012.

Tóndæmi

breyta

Tengill

breyta