Þessi grein fjallar um tónbil í tónfræði, sjá Áttund (tölvunarfræði) fyrir átta bita bæti.

Áttund í tónlist er tónbil sem spannar frá nótu að fyrsta náttúrulega yfirtóni sínum eða nótunnar sjálfrar áttund hærra eða lægra. Ef við mælum nótur í tíðni eða hertzum þá er áttund upp af A 440Hz (sem er litla a í tónfræði), A 880Hz (sem er einstrikað a, þ.e. a', í tónfræði) og áttund lægri væri A 220Hz (sem er stóra A í tónfræði). Við sjáum því að talan helmingast; A 440Hz tveimur áttundum neðar væri A 110Hz (440Hz/2 er 220Hz og 220Hz/2 er 110Hz).

Hrein áttund
Andhverfa einund
Nafn
Önnur nöfn -
Skammstöfun H8nd
Stærð
Fjöldi hálftóna 12
Tónbila klasi 0
Réttstillt tónbil 2:1
Aurar
Jafnstilling 1200
Réttstilling 1200

Í skrifuðu og töluðu máli er búið að gefa áttundum nöfn til að aðgreina samnefndar nótur sem þarf að spila í mismunandi áttundum. Þar sem stafaröðin endurtekur sig þarf að aðgreina a frá a sem er áttund hærra. Við lítum til að mynda á mið-c sem er hvít nóta á miðju píanói. Þá til aðgreiningar var það nefnt einstrikað c eða c' og eru því allar nótur að næsta c fyrir ofan einstrikaðar nótur, frá og með næsta c eru allar nótur tvístrikaðar fram að þriðja c og þar fram eftir götunum.

Nöfn áttunda

breyta
  • Súbkontra-C (͵͵C)
  • Kontra-C (͵C)
  • Stóra C (C)
  • Litla c (c)
  • Einstrikað c (c')
  • Tvístrikað c (c'')
  • Þrístrikað c (c''')
  • Fjórstrikað c (c'''')
  • Fimmstrikað c (c''''')
Díatónísk Tónbil breyta
Hrein : einund (0) | ferund (5) | fimmund (7) | áttund (12)
Stór : tvíund (2) | þríund (4) | sexund (9) | sjöund (11)
Lítil : tvíund (1) | þríund (3) | sexund (8) | sjöund (10)
Stækkuð/minnkuð : ferund/fimmund (6)
Fjöldi hálftónsbila er í sviga fyrir aftan.