Klingonskt ritmál

(Endurbeint frá Klingongskt ritmál)

Í Star Trek kvikmyndunum og sjónvarpsþáttunum hafa Klingonar sitt eigið ritmál til að skrifa Klingonska tungumálið. Samkvæmt orðabók Mark Okrand's, The Klingon Dictionary kallast stafrófið pIqaD, en engar nánari upplýsingar eru gefnar um það. Þegar Klingonsk tákn eða stafir eru notuð í kvikmyndunum eða þáttunum, er það aðeins til skreytinga, og líkja eftir raunverulegri skrift.

Klingonska stafróið.

Fyrirtækið Astra Image hannaði táknin (sem nú eru notuð til að "skrifa" Klingonsku) fyrir Star Trek: The Motion Picture, þótt táknin séu oft ranglega tileinkuð Michael Okuda.[1] Þeir byggðu stafina á merkingum bardaga-geimskipa Klingona (Klingon battlecruiser) sem voru aðeins þrír stafir, fyrst búnir til af Matt Jeffries. Einnig voru táknin byggð á táknum úr Tíbetska stafrófinu, vegna þess hve oddhvöss skrift þeirra er. Það átti að sýna ást Klingona á hnífum og eggvopnum.

Heimildir

breyta
  1. Symbols attributed to Okuda: the Klingon Language Institute's Klingon FAQ (edited by d'Armond Speers), question 2.13 by Will Martin (August 18 1994). Symbols incorrectly attributed to Okuda: KLI founder Lawrence M. Schoen's "On Orthography" (PDF) Geymt 8 desember 2006 í Wayback Machine, citing J. Lee's "An Interview with Michael Okuda" in the KLI's journal HolQed 1.1 (March 1992), p. 11. Symbols actually designed by Astra Image Corporation: Michael Everson's Proposal....[2].