Nucleus latinitatis
(Endurbeint frá Kleyfsi)
Nucleus latinitatis (latína: „kjarni góðrar latínu“) eða Kleyfsi eins og hún var oft kölluð af nemendum er latnesk orðabók með íslenskum skýringum sem gefin var út árið 1738 af Jóni Árnasyni biskupi. Orðabókin inniheldur margar heimildir um það hvernig íslenskan var á fyrri hluta 18. aldar og gefur góða yfirsýn af máli þess tíma. Unnið var svo að endurútgáfu sem gefin var út árið 1994.
Bókin inniheldur rúmlega 16 þúsund flettiorð og er hægt að finna orðalista yfir íslensk skýringarorð fyrir aftan orðabókartextann.
Tenglar
breyta Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.