Klæðskiptingur (eða transa) er einstaklingur sem klæðist fötum sem almennt eru viðtekin klæðnaður gagnstæða kynsins, eins og t.d. karl sem klæðist háhæluðum skóm og kjól, eða kona sem klæðir sig í jakkaföt með karlmannssniði og notast við pípu sem fylgihlut.

Skoðun sálgreinanda á athöfn klæðskiptinga er að hún sé góð og gild, nema hún taki að trufla tilveru klæðskiptingsins; það er þó alltaf erfitt greina sjálfa klæðskiptihvötina, enda er hún mjög persónubundin.

Dæmi um klæðskipti í bókmenntum

breyta
  • Þór klæddist sem Freyja til að ná Mjölni aftur í Þrymskviðu.
  • Kona var nefnd Hervör, og segir frá henni í Hervarar sögu og Heiðreks. Hervör þessi klæddi sig sem karlmaður, og segir svo um hana: Hún fæddist upp með jarli ok var sterk sem karlar, ok þegar hún mátti sér nokkut, tamdist hún meir við skot ok skjöld ok sverð en við sauma eða borða.
  • Dóttir Eireks Svíakonungs, í Hrólfs sögu Gautrekssonar, hét Þornbjörg. Hún vandi [..] sik burtreið ok skilmast með skjöld ok sverð. Hún kunni þessa list jafnframt þeim riddurum, er kunnu vel ok kurteisliga at bera vápn sín. Eftir að faðir hennar gaf henni þriðjung Svíaríkis, settist hún að á Ullarakri. Og svo segir í sögunni: Síðan stefnir hún þing fjölmennt ok lætr taka sik til konungs yfir þriðjung Svíaveldis, sem Eirekr konungr hafði játat henni til forráða. Þar með lætr hún gefa sér nafn Þórbergs; skyldi ok engi maðr svá djarfr, at hana kallaði mey eða konu, en hverr, er þat gerði, skyldi þola harða refsing. Síðan gerir Þórbergr konungr bæði riddara ok hirðmenn ok gefr þeim mála á einn hátt ok Eirekr konungr á Uppsölum, faðr hans. Stendr nú Svíaveldi með þessi skipan nokkura vetr.


Tenglar

breyta