Kjalnesinga saga er Íslendingasaga samin á 14. öld og varðveitt í handritinu AM 471 4to sem er ritað á síðari hluta 15. aldar.[1] Sagan segir frá landnámi á Kjalarnesi, einkum bænum Brautarholti og fyrstu ábúendum þar, Íranum Andríði og syni hans Búa. Búi neitar að blóta goðin og gengur um með handslöngvu eina að vopni. Helsti stuðningsmaður hans er fóstra hans, galdrakonan Esja. Hann drepur Þorstein frá Hofi og hrökklast eftir það úr landi undan reiði föður Þorsteins. Hann fer til Noregs til hirðar Haraldar hárfagra og hittir meðal annars Dofra konung. Hann snýr aftur til Íslands og gerir sátt við föður Þorsteins og giftist Helgu systur hans. Í lok sögunnar kemur Jökull til sögunnar og segist vera sonur hans og Fríðar dóttur Dofra. Búi neitar að gangast við honum og svo fer að þeir glíma og Jökull drepur Búa.

Jökuls þáttur Búasonar er eins konar framhald Kjalnesinga sögu og oft felldur aftan við hana, en talinn síðari tíma viðbót eftir annan höfund.

Tilvísanir

breyta
  1. „AM 471 4to“. Handrit.is.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.