Kjalfell ehf er þjónustufyrirtæki á Blönduósi sem skiptist í tvo megin hluta, dekkjaverkstæði og tölvuþjónustu. Í húsnæði fyrirtækisins að Efstubraut 2 á Blönduósi er að finna dekkjaverkstæði, smurþjónustu, kerrusmíði og sprautuverkstæði. Í leiguhúsnæði að Húnabraut 19 á Blönduósi er að finna verslun og tölvuþjónustu.

Kjalfell ehf
Rekstrarform Einkafyrirtæki
Stofnað 1. júlí 2005
Staðsetning Blönduós, Ísland
Lykilpersónur Rúnar Örn Guðmundsson, Kristján Blöndal
Starfsemi Þjónustufyrirtæki
Starfsfólk 5-10
Vefsíða www.kjalfell.is

Það var snemma árs 2005 að bræðurnir Rúnar og Kristján sem báðir eru fæddir og uppaldir Blönduósingar en búsettir í Reykjavík og Akureyri fóru að sá í fyrirtækjarekstur á Blönduósi. Í júní byrjun sama ár var svo fyrirtækið Kjalfell ehf var stofnað og með í för voru Ásgeir Blöndal og Bryndís Bragadóttir. Haustið 2007 eignuðust svo Rúnar og Kristján fyrirtækið að fullu þegar þeir keyptu hlut hinna stofnfélaganna. 17.ágúst 2005 hófst svo starfsemin opinberlega eftir að húsnæðið að Efstubraut 2 hafði verið breytt og sniðið að kröfum nýrrar starfsemi. Í upphafi var Kjalfell einungis hjólbarðaverkstæði, smurstöð og tölvuþjónusta, og öll starfsemin var til húsa að Efstubraut 2 en í febrúar 2006 fluttist tölvuþjónustan að Húnabraut 19 og þá opnaði tölvutengda verslunin. Fljótlega fór Kjalfell ehf út í að smíða vélsleðakerrur og svo ýmis fjölnota kerrur og tölvuþjónustan opnaði verslun. Áramótin 2007-8 var gengið frá kaupum á húsnæði við hliðina á verkstæðinu að Efstubraut og þar opnar sprautuverkstæði á fyrri hluta ársins 2008.

Af hverju Kjalfell ?

breyta

Nafnið Kjalfell var ákveðið eftir helgarferð með fjölskyldunni á Áfangafelli. Kjalfell er um 900m hátt fell á milli Langjökuls og Hofsjökuls, 7 km vestan við Kjalveg og 10km sunnan við Hveravelli (N64 46.621 W19 32.007). Áður en Kjalfells nafnið var ákveðið var reynt til þrautar að finna nafn á fyrirtækið sem lýsti starfsemi þess.