Kirtilflóki (fræðiheiti: Rhododendron columbianum (áður Ledum glandulosum eða Ledum columbianum), er ilmandi runni í undirdeildinni Ledum í lyngrósaættkvísl (Rhododendron) í lyngætt. Hann vex í vesturhluta Bandaríkjanna og Vestur-Kanada; í Bresku-Kólumbíu, Alberta, Washington, Oregon, Idaho, Kaliforníu, Montana, Wyoming, Utah, Nevada, og Colorado. Kirtilflóki vex á votlendi frá sjávarmáli upp í 3500m hæð.[1]

Kirtilflóki

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Undirætt: Ericoideae
Ættflokkur: Rhodoreae
Ættkvísl: Rhododendron
Undirættkvísl: Rhododendron
Geiri: Rhododendron
Tegund:
R. columbianum

Tvínefni
Rhododendron columbianum
(Piper) Harmaja
Samheiti
  • Ledum columbianum Piper
  • Ledum glandulosum Nuttall 1843, not Rhododendron glandulosum (Standley ex Small) Millais 1917
  • Rhododendron neoglandulosum Harmaja

Lýsing

breyta

Kirtilflóki er runni sem verður að 2 m hár, og breiðist m. a. út með rótarskotum. Sígræn blöðin eru egglaga til lensulaga, og ilma þegar þau eru kramin. Blómin eru hvít til rjómalit, 10 til 35 saman í klasa.[2]

Nytjar

breyta

Kirtilflóki hefur verið notaður í te vegna herpandi, svitadrífandi, vatnslosandi og hægðalosandi eiginleika. Teið getur orðið eitrað ef laufin eru látin liggja of lengi. Lyktin af blöðunum hafa sýnt virkni við að fæla í burt skordýr og nagdýr.[3][4]

Tilvísanir

breyta
  1. „Flora of North America v 8 p 459“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2021. Sótt 13. janúar 2019.
  2. Harmaja, Harri (1990). „Ledum glandulosum“. Annales Botanici Fennici. 27 (2): 203.
  3. „Ledum columbianum - Piper“. Plants for a Future.
  4. Plants for a Future, The Goddess Project Geymt 21 febrúar 2014 í Wayback Machine „Plants for a Future, at the Wayback Machine“.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.